laugardagur, 6. febrúar 2016

Greiðslumat

Greiðslumat er þáttur í vinnslu lánsumsóknar og gert til þess að meta greiðslugetu. Til að hægt sé að framkvæma greiðslumat þarftu að skila inn nauðsynlegum gögnum svo sem launaseðlum, skattframtali, greiðsluseðlum og öðrum gögnum ef við á.
Það sem hefur áhrif á hvort fólk standist greiðslumat eða ekki er m.a. tekjur, afborganir af lánum, fjöldi barna og bíla.
Mikilvægt er að geta staðist greiðslumat til að geta tekið fasteignalán.
Oft notar fólk ýmis brögð til að standast greiðslumat, sem dæmi selur oft fólk bílinn sinn, svo það líti út eins og það reki ekki bíl, og fær þaðan af leiðandi greiðslumat upp á hærri upphæð. Þetta getur samt oft endað með ósköpum ef fólk kaupir sér síðan aftur bíl og rekur hann, en þarf engu að síður að standa í skilum með háar upphæðir í greiðslubyrði af lánunum sínum.

Á þessum myndum má sjá hvernig reiknivél Arion Banka reiknar út greiðslugetu fólks, miðað við laun, fjölda barna og bílafjölda.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli